26. júní. 2014 01:36
Þessa dagana sýnir Elín Elísabet Einarsdóttir úr Borgarnesi lokaverkefni sitt úr Sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík í nýja matsalnum í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Verkefnið samanstendur af fimm teikningum af fólki úr nærsveitum. Það eru Anna Dröfn Sigurjónsdóttir í Kvíaholti, Ásdís Haraldsdóttir á Álftanesi, Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir á Háafelli, Margrét Friðjónsdóttir á Heggstöðum og Páll Guðmundsson á Húsafelli. „Endilega kíkið við, verkin hanga uppi fram að mánaðamótum,“ segir Elín Elísabet í tilkynningu.