27. júní. 2014 10:01
Hjónin Þóra Árnadóttir og Hafsteinn Þórisson á Brennistöðum í Borgarfirði segja ferðamenn sækja í friðsældina og skepnurnar. „Við höfum orðið þess áskynja að ferðamaðurinn saknar þess að komast ekki á sveitabæi,“ segir Þóra. „Hér er það okkar styrkleiki ásamt því að geta boðið upp á persónulegt spjall og þjónustu. Fólki líkar það afar vel enda erum við í Ferðaþjónustu bænda og leggjum áherslu á það. Því er hins vegar ekki að neita að fólk kvartar yfir því hversu lélegt netsamband er hér og síminn er einnig vandamál. Þetta gæti orðið fótakefli því þótt fólk vilji friðsældina vill það einnig komast á netið og geta fylgst með. Við erum jú á 21. öldinni,“ segir Þóra.