Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. júní. 2014 06:01

Nýr yfirmaður rannsóknadeildar á Akranesi

Um síðustu mánaðamót urðu breytingar hjá rannsóknadeild lögreglunnar á Akranesi. Jónas Hallgrímur Ottósson lögreglufulltrúi tók þá við starfi yfirmanns deildarinnar af Viðari Stefánssyni sem lét af störfum vegna aldurs eftir langt og farsælt starf hjá lögreglunni. Jónas kom til liðs við lögregluna á Akranesi árið 1999 en hefur síðustu árin starfað hjá rannsóknadeildinni. Hann byrjaði að sinna löggæslu hjá lögreglustjóranum á Ísafirði 1997 en sinnti þar áður kennslustörfum.

Rannsóknadeildin hjá lögreglunni á Akranesi vinnur að rannsókn alvarlegra sakamála og banaslysa fyrir öll lögregluembætti á Vesturlandi. Hjá deildinni starfa að jafnaði þrír við rannsóknir. Í samtali við Skessuhorn sagði Jónas að vegna breytinganna í yfirstjórninni núna yrðu aðeins tveir að störfum á deildinni í sumar en frá og með haustmánuðum yrðu þrír í starfi hjá rannsóknadeildinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is