27. júní. 2014 02:01
Söguferð og náttúruskoðun með Sæmundi Kristjánssyni verður á sunnudaginn á Snæfellsnesi. Gengið verður um fallegt, gróið hraun eftir gamalli þjóðleið, Jaðargötu, frá Miðhúsum í Breiðuvík að Hraunhafnarósi /Búðum. Hross og menn hafa markað djúp spor í hraunið í gegnum tíðina. Gengið verður um slóðir þekktra sögustaða s.s. bæjarstæði Axlar-Bjarnar, Iglutjörn og Leikskála. Nauðsynlegt að vera vel skóaður, hafa drykkjarvatn og annað nesti. Ekkert þátttökugjald, en nánari upplýsingar veittar hjá Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.
–fréttatilk.