Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júní. 2014 11:13

Dagurinn helgaður öryggi ferðamanna

Í dag, föstudaginn 27. júní, heldur Slysavarnafélagið Landsbjörg sinn árlega SafeTravel dag sem helgaður er öryggi ferðamanna. Ýmislegt verður gert til að vekja athygli landsmanna og annarra ferðalanga á málefninu. Til að mynda munu sjálfboðaliðar björgunarsveitanna standa vaktina á fjölda Olís stöðva um land allt síðdegis, hitta ferðalanga, afhenda þeim fræðsluefni og hvetja til öruggra ferðalaga í sumar.  Dagurinn markar einnig upphaf hálendisvaktar björgunarsveitanna en þetta er níunda sumarið sem hún starfar. Á hverjum tíma munu fjórir hópar sjálfboðaliða björgunarsveita af öllu landinu standa vaktina á hálendinu; tveir að Fjallabaki, Norðan Vatnajökuls og á Sprengisandi, þar sem þeir munu upplýsa ferðafólk, bregðast við útköllum og aðstoða á annan hátt.

Búið er að lengja það tímabil sem sveitirnar standa vaktina og er það nú út ágústmánuð enda hefur reynslan sýnt að ekki fer að hægja á straumi ferðamanna fyrr en þá. Sjálfboðaliðarnir hafa á fyrri árum tekist á við fjölbreytt verkefni; allt frá því að gefa tepptum ferðamönnum sveskjudjús yfir í alvarlegri hluti eins og endurlífgun og banaslys. Þannig sinntu þær um 2000 atvikum síðasta sumar, þar af vour um 500 atvik er hefðu að öllum líkindum orðið að útkalli björgunarsveitar úr byggð. Vinnuframlag björgunarsveitanna á hálendinu jafngildir um fimm ársstöðugildum.

 

Í dag verður einnig farið af stað með nýtt skjáupplýsingakerfi SafeTravel á landsbyggðinni og verður Hlíðarendi á Hvolsvelli fyrsti staðurinn sem slíkt er sett upp utan höfuðborgarsvæðisins. Markar uppsetningin upphafið að því að fara hringinn með verkefnið. Skjáupplýsingakerfið byggir á því að settir verða upp skjáir á allt að 30 helstu viðkomstöðum ferðamanna víðsvegar um landið; á stærri upplýsingamiðstöðvum, umferðarmiðstöðvum, flugvöllum og stærri gististöðum og bensínstöðvum. Um er að ræða byltingu í upplýsingagjöf til ferðamanna hér á landi, ekki síst vegna þess hversu víðtækt samráð ýmissa aðila, svo sem Vegargerðarinnar, Veðurstofu, almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, ferðaþjónustunnar og fleiri, liggur að baki átakinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is