Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júní. 2014 12:34

Áttatíu ár síðan stærsti fiskurinn í Norðurá veiddist

Kapteinn Geoffrey Aspinall veiddi árið 1934 stærsta lax sem veiðst hefur í Norðurá, 36 pund. Veiðistaðurinn var Myrkhylur. Kapteinn þessi hélt nákvæmar veiði- og dagbækur þar sem hann talar um „the boy“ eða drenginn. Sá er 92 ára í dag, dr. Sturla Friðriksson, eigandi jarðarinnar Laxfoss. Sturla varð afar undrandi þegar hann komst að því nýverið að bækur kapteinsins væru til, en hann hitti frændur hans við Aspinall-herbergið í veiðihúsi þess tíma við Laxfoss í gær. Þrátt fyrir að nú séu 80 ár síðan stóri laxinn veiddist, hefur enginn honum svipaður að þyngd komið á land úr ánni síðan.

 

 

Á árunum 1926 til 1936 var hinn breski kapteinn Aspinall við veiðar í Norðurá. Í stríðinu töpuðust tengslin við kapteininn og ekkert spurðist til hans eða ættingjum hans síðan. Vitað var að kapteinninn veiddi þennan stærsta lax sem veiðst hefur á stöng í Norðurá og einnig að hann hélt nákvæmar veiði- og dagbækur sem gaman hefði verið að fá afrit af. Um langan tíma hefur dr. Sturla Friðriksson, veiðifélag Norðurár, Jón G. Baldvinsson og fleiri leitað að afkomendum eða ættingjum kapteinsins en án árangurs, þar til nú.

 

Síðasta haust birtist grein í bresku stangveiðitímariti, Trout and Salmon. Eftir útkomu blaðsins gerðust merkilegir hlutir. Þrír bræður sem bera nafnið Aspinall höfðu samband við enskan sölumann sem selur veiðileyfi í Norðurá. Kom í ljós að þeir voru frændur kapteinsins og höfðu undir höndum öll gögn frá frænda sínum; dagbækur, veiðibækur og myndir. Þeir vildu gjarnan koma til Íslands og feta í fótspor frænda.

 

Í dagbókunum talar kapteinninn um „the boy“ eða drenginn. Það mun vera dr. Sturla Friðriksson sem er drengurinn, enda man hann vel eftir Aspinall við veiðar, orðinn 14 ára gamall síðasta sumar kapteinsins við ána. Sturla hitti frændur Aspinall við Laxfoss á fimmtudaginn. „Ég vissi að Aspinall hélt nákvæmar dag- og veiðibækur,“ sagði Sturla í samtali við Skessuhorn. „Ég sá hann oft skrifa í þessar bækur. Hann leigði ána af föður mínum, Friðriki Jónssyni um tíu ára skeið. Lítið veiðihús stóð þá við ána, á klettinum fyrir ofan Laxfoss. Við það hús hefur verið margbyggt síðan en herbergi Aspinall er að mestu óbreytt og ýmsir munir til sem minna á dvöl Englendinga hér. Það var sannarlega óvænt ánægja að hitta þessa menn og ekki síður að vita að bækur Aspinall eru til. Það er ómetanlegt,“ segir dr. Sturla Friðriksson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is