30. júní. 2014 01:56
Í maímánuði voru fluttar út vörur fyrir 50,3 milljarða króna og inn fyrir 47,9 milljarða króna fob (51,5 milljarða króna cif). Vöruskiptin í maí, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 2,4 milljarða króna. Í maí 2013 voru vöruskiptin óhagstæð um 6,5 milljarða króna á gengi hvors árs. Fyrstu fimm mánuði ársins 2014 voru fluttar út vörur fyrir 224,2 milljarða króna en inn fyrir 219,4 milljarða króna fob (236,2 milljarða króna cif). Afgangur var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 4,8 milljörðum króna reiknað á fob verðmæti en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um tæpa 24 milljarða á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 19,2 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.