Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. janúar. 2005 01:30

Jón Oddur Halldórsson er Vestlendingur ársins 2004

Frjálsíþróttamaðurinn Jón Oddur Halldórsson frá Hellissandi er maður ársins á Vesturlandi 2004. Jón Oddur hefur á undanförnum árum náð góðum árangri í spretthlaupum á íþróttamótum fatlaðra víða um heim en síðasta ár var hans besta til þessa. Hann hlaut tvenn silfurverðlaun á Olympíuleikum fatlaðra í Aþenu sl. haust í 100 og 200 m spretthlaupi auk þess að hljóta gull í sömu greinum á sterku alþjóðlegu móti í Bretlandi. Auk þess að vera í fremstu röð meðal fatlaðra íþróttamanna í heiminum þykir Jón Oddur góð fyrirmynd innan vallar sem utan, jafnt fyrir fatlaða sem ófatlaða íþróttamenn.

Það var að vanda Vesturlandsblaðið Skessuhorn sem stóð að valinu og er þetta í sjöunda skipti sem blaðið útnefnir Vestlending ársins.

Í öðru sæti í valinu varð Bárður Eyþórsson, þjálfari körfuknattleiksliðs Snæfells en lið hans náði eins og allir vita frábærum árangri á liðnu ári; urðu deildarmeistarar og Hópbílabikarmeistarar að auki.

Í þriðja sæti í kjörinu var Pétur Geirsson, hótelhöldur í Borgarnesi og Stykkishólmi. Á liðnu ári keypti hann, ásamt Jóni syni sínum, Hótel Stykkishólm og vinnur nú að tvöföldun gistirýmis þar.

Í 4. til 10. sæti í vali á Vestlendingi ársins urðu eftirfarandi, nefndir í stafrófsröð:

Hjónin Guðlaugur og Guðrún Bergmann á Hellnum, forystumenn á sviði umhverfismála á Snæfellsnesi.

Haukur Þórðarson, kennari í Lýsuhólsskóla á Snæfellsnesi.

Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir sundkona á Akranesi.

Magnús B Jónsson, f.v. rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri.

Torfi Lárus Karlsson, ungur Borgnesingur sem berst hetjulega við erfiðan sjúkdóm.

Valdís Þóra Jónsdóttir, ungur kylfingur á Akranesi.

Viktoría Ásgeirsdóttir, sem synti yfir Breiðafjörð á liðnu sumri.

 

Skessuhorn óskar framantöldum einstaklingum til hamingju með afrek sín á árinu og hvetur Vestlendinga alla til góðra verka á árinu sem er að hefjast.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is