02. október. 2014 02:01
„Kindum við þjóðvegina hefur heldur verið að fækka og voru þær færri í sumar miðað við síðustu árin. Þetta er alveg gjörbreyting frá því sem var fyrir svona 14 til 17 árum samkvæmt tölum sem ég hef séð. Þetta var í þau skipti sem við smöluðum í sumar svona frá 25 til 50 kindur við vegina á öllu svæðinu. Núna eftir að fé er komið heim af afréttum er þetta minna, en það er þó eins og sumsstaðar sé ekki hirt nógu vel um að loka hliðum. Alla vega er fé við vegina ennþá,“ segir Jóhann Pjetur Jónsson bóndi á Hæl í Flókadal. Hann hefur haft þann starfa síðustu sjö árin að smala kindum frá vegum í Borgarfjarðarsýslu. Það er verktakastarf fyrir Vegagerðina og í máli manna er starfið kallað ríkisféhirðir.
Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.