10. október. 2014 12:09
Byrjað er að rífa aflaskipið Víking AK 100 hjá Fornæs endurvinnslufyrirtækinu í Grennaa í Árhúsum í Danmörku. Fyrr í sumar greindi Skessuhorn frá hinstu för skipsins. Nú er semsé búið að taka allt innvols úr skipinu. Skipsskrokkurinn er að endingu tættur niður í brotajárn. Þar með lýkur áratuga langri sögu þessa mikla aflaskips. Meðfylgjandi mynd var tekin í morgun.
Ljósm. Stefán Einarsson.