10. október. 2014 02:21
Nokkrir bændur á Vesturlandi og reyndar einnig um sunnanvert landið, hafa nýtt þurrkinn í vikunni til sláttar. Langvarandi óþurrkur var í september, eins og flestum er í fersku minni, en þann mánuð hafa bændur oft og iðulega nýtt til sláttar. Undanfarna daga hefur grasspretta verið ágæt, enda fremur milt veður miðað við árstíma. Heyfengur er misjafn að gæðum, en stundum um ágæta uppskeru að magni og gæðum að ræða einkum af rýgresi. Í flestum tilfellum er þó um þrifaslátt að ræða til að sina verði ekki of mikil næsta vor. Meðfylgjandi mynd var tekin við gamla Heynesbæinn í Innri Akraneshreppi í fyrradag.