18. október. 2014 11:01
Blaðamaður Skessuhorns brá sér á dögunum í ferð með Jóni Þór Þorvaldssyni fjárbílstjóra frá Innri Skeljabrekku í Borgarfirði. Tilgangurinn var að safna sláturfé á Akranesi, í Hvalfjarðarsveit og Norðurárdal til flutnings norður um heiðar og slátrunar á Sauðárkróki. Ferðasagan er birt á miðopnu í nýjasta Skessuhorni. Hér má hins vegar sjá myndband sem Skessuhorn hefur einnig framleitt úr því sem fyrir augu bar í ferðinni. Í þessu myndbandi má sjá þegar fénu er safnað á Vesturlandi og það flutt norður.
Auk Jóns Þórs bílstjóra er rætt er við bændurna Björn Árnason á Akranesi, Ásmund Guðmundsson á Arkarlæk í Hvalfjarðarsveit og Sverri Guðmundsson í Hvammi í Norðurárdal. Sjón er sögu ríkari.