Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. október. 2014 08:01

Kynning á rafbílum á Akranesi um næstu helgi

Fréttir berast að því að sala á rafbílum sé að stóraukast á Íslandi. Kannski ekki að undra þar sem hátt bensín- og olíuverð hér á landi og reyndar víðar virðist hafa fests í sessi. Even heitir fyrirtæki hér á landi sem selur rafbíla. Gísli Gíslason hjá Even segir að sprenging hafi orðið í sölu á rafbílum nú í haust. Hann segir að fyrir tveimur mánuðum hafi eitthvað gerst að því er virðist, nánast hafi selst einn bíll á dag síðustu vikurnar. Gísli spáir þeirri þróun að ekki verði langt þangað til hefðbundin bílaumboð verði úr sögunni, meðal annars vegna innrásar rafbílanna. Hjá Even er hægt að skoða og prófa rafmagnsbíla. Bílar eru þar ekki á lager en það tekur 3-4 vikur að fá þá með skipi til landsins. Um næstu helgi verður Even með kynningu á rafmagnsbílum á Akranesi. Hægt veður að skoða og prufukeyra þrjár tegundir rafbíla á sýningunni; Tesla Model S, Nissan Leaf og Renault Zoe.

 

 

 

Gísli Gíslason sagði í samtalið við Skessuhorn að með því að vera með sem minnsta yfirbyggingu á fyrirtækinu og engan lager væri hægt að ná niður verði bílanna og kaupandinn njóti þess. „Við eigum okkar bíla sem við tökum til prófunar fyrir okkur og viðskiptavini. Þannig er það þegar keyptur er bíll af gerðinni Tesla eða Nissan Leaf eða hvaða rafbíll sem er. Með þessu höfum við byggt upp skipulagið og fyrirtækið hjá okkur. Við vorum til að mynda í kjölfar prófana að setja hinn nýja Renault Zoe inn á heimasíðuna hjá okkur. Við förum að taka inn þann bíl og síðan eigum við von á sendiferðabílnum frá Nissan og svo BMV-rafbílana,“ segir Gísli.

 

Aldrei með bíl í viðgerð

Hann segir að samstarf við Norðmenn í innflutningi á rafbílum komi viðskiptavinum Even til góða. Norðmenn séu mjög stórtækir í innflutningi á rafbílum. Gísli segir að rafbílar hafi það ótvírætt fram yfir bíla drifna á jarðefnaeldsneyti að þeir séu miklu ódýrari í rekstri. Í rafbílnum þurfi ekki að borga stórar fjárhæðir í viðhald og þjónustu við eftirlit eins og með bílum sem gangi fyrir jarðefnaeldsneyti. „Við erum búnir að selja rafbíla í fimm ár og á þeim tíma höfum við einu sinni þurft að skipta um öryggi í einum bílnum. Við höfum einfaldlega aldrei þurft að fara með bíl í viðgerð,“ segir Gísli Gíslason hjá Even. Hann bætti við að lokum að það væri frábært að Akranes sé að fá hraðhleðslustöð frá ON sem vonandi verði sett upp innan fárra vikna.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is