Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. október. 2014 01:47

Northern Wave hefst í Grundarfirði í dag

Stuttmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í sjöunda skipti í Grundarfirði nú um helgina. Á hátíðinni verða sýndar 60 stuttmyndir í þremur flokkum. Þrettán myndir verða sýndar í flokki íslenskra stuttmynda en það er gjarnan vinsælasti flokkur hátíðarinnar. Þá verða 34 myndir sýndar í flokki erlendra stuttmynda og koma þær víða af en flestar frá Evrópu. Þrettán tónlistarmyndbönd verða einnig sýnd á hátíðinni og koma þau ýmist frá innlendu eða erlendu kvikmyndagerðafólki. Hátíðin er opin öllum og munu sýningar á stuttmyndunum fara fram í Samkomuhúsinu í Grundarfirði en tónlistarmyndböndin verða sýnd á föstudagskvöldinu á Kaffi Rúben. Þó megin tilgangur hátíðarinnar sé að sýna áhorfendum nýtt efni úr heimi stuttmyndagerðar er einnig dómnefnd sem sker um hvaða myndir þykja bestar í sínum flokki. Dómnefndin skipar þrjá einstaklinga sem hafa víðtaka þekkingu á gerð stuttmynda. Athygli er vakin á því að í ár er dómnefndin eingöngu skipuð konum. Þær eru Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri, Guðrún Edda Þórhannesdóttir framleiðandi og Isabelle Fauvel en hún er franskur kvikmyndasérfræðingur sem vinnur við að leita að nýju hæfileikafólki í kvikmyndagerð.

Hugmyndin kom frá Spáni

Það er Grundfirðingurinn og leikstjórinn Dögg Mósesdóttir sem fyrst stakk upp á að halda Nortern Wave og hefur hún stýrt hátíðinni frá upphafi hennar árið 2008. Dögg fékk hugmyndina af stuttmyndahátíð þegar hún var í leikstjóranámi á Spáni og myndbrot á Internetinu voru fyrst að verða vinsæl. „Það var Menningarsjóður Vesturlands sem hvatti til þess að haldin yrði listahátíð á Vesturlandi á sínum tíma og má eiginlega þakka þeim fyrir að Northern Wave varð að veruleika. Ég var þá tiltölulega nýkomin frá Spáni þar sem ég lærði leikstjórnun í Barcelona. Þar voru stuttmyndir sýndar nánast á hverju götuhorni og mig langaði að færa hluta af þeirri menningu heim til Íslands. Í þá daga var engin alþjóðleg stuttmyndahátíð á Íslandi svo mér fannst það kjörið að halda slíka hátíð og þróa smekk Íslendinga fyrir stuttmyndum. Ég held þær séu að verða vinsælli með árunum meðal annars fyrir tilstilli Youtube og fleiri netmiðla,“ segir Dögg um upphaf Northern Wave.

 

Northern Wave að festast í sessi

Dögg segir að aðsókn á hátíðina sé góð og hún sé farin að verða þekkt erlendis. „Árlega heimsækja um 150 til 200 manns Grundarfjörð í tengslum við Northern Wave. Því lengur sem við náum að halda hátíðina því líklegra er að hún festi sig í sessi og fær um leið meiri virðingu í kvikmyndaheiminum. Ég hef fundið fyrir á síðustu árum að hátíðin er að fá meiri athygli erlendis. Á síðustu hátíð vorum við að fá myndir frá öllum heimshornum svo þema hátíðarnar var einskonar heimshornaflakk. Það er ekkert sérstakt þema í ár en það verða mikið af verðlaunuðum stuttmyndum í bland við nýjar uppgötvanir. Á hverju ári fá svo aðstandendur þeirra mynda sem dómnefndin velur bestar peningaverðlaun. Þá fá sigurvegar í ár auk þess fallega styttu gerða úr Berserkjahrauni af grundfirska listamanninum Lavaland. Það sem dómnefnin leitar helst að eru nýjar og ferskar leiðir í gerð stuttmynda.“

 

Fiskiveislan slegið í gegn

Dögg segir að hátíðin sé í stöðugri þróun og á hverju ári sé reynt að bæta hana. „Ýmsar nýjungar verða á hátíðinni í ár. Þar má nefna að áhorfendur kjósa um besta tónlistarmyndbandið í stað dómnefndar og þá mun einnig í fyrsta skipti vera fullskipaður kynnir hátíðarinnar. Fyrsti kynnir Northern Wave verður Kári Viðarsson, eða Kári í Frystiklefanum. Ég er alltaf opin fyrir uppástungum um hvernig megi bæta Northern Wave og sérstaklega frá fólkinu í Grundarfirði. Dæmi um slíka tillögu er Fiskiveislan sem er haldin árlega samliða stuttmyndakeppninni. Sú veisla hefur slegið rækilega í gegn og fær heimafólk til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Svo höldum við heljarinnar ball um kvöldið þar sem við hristum öllu listafólkinu og heimamönnum saman. Ég tel að það sé mjög gagnlegt og gaman fyrir báða aðila að kynnast ólíkum menningarheimum,“ segir Dögg að lokum í samtali við Skessuhorn og vonar að sem flestir mæti og njóti hátíðarinnar í ár.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is