Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. október. 2014 10:01

Notkun endurskinsmerkja ábótavant

Tæplega sex af hverjum tíu börnum og fullorðnum voru ekki með endurskinsmerki þegar tryggingafélagið VÍS kannaði stöðu þeirra mála við einn grunnskólann í Reykjavík í síðustu viku. Engu að síður var þetta skárra hlutfall en á sama tíma í fyrra þegar þrír af hverjum fjórum voru án endurskinsmerkja í könnun sem starfsmenn VÍS gerðu í gangbrautavörslu. Endurskin barnanna var oftast á töskum og utanyfirflíkum og þá fyrir tilstilli framleiðenda. Með endurskini sést viðkomandi allt að fimm sinnum fyrr en ella í myrkri. Sá tími getur skipt sköpum fyrir ökumann að bregðast við. Skessuhorn beinir þeim eindregnu tilmælum til foreldra og forráðamanna að næla eða líma endurskinsmerki á fatnað og skólatöskur barna sinna. Nú þegar skammdegið færist yfir og hálka eykst á götum og vegum er þetta aldrei mikilvægara. Bent er á að mörg tryggingafélög og bankar gefa endurskinsmerki.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is