01. desember. 2014 08:01
Frá föstudegi og fram á sunnudag gátu Akurnesingar og nærsveitungar hlustað á hið árlega Útvarp Akraness sem Sundfélag Akraness stendur fyrir af myndarbrag. Fjölmargir þáttagerðarmenn, viðmælendur, sundfólk og aðstandendur þess hafa komið við sögu. Meðal fastra liða er spurningakeppni Útvarps Akraness þar sem fulltrúar stofnana og fyrirtækja etja kappi. Úrslitaviðureignin fór fram í gær og lauk með sigri Brekkubæjarskóla gegn liði Bókasafns Akraness. Í sigurliðinu voru Bryndís Böðvarsdóttir og Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, en gaman er að geta þess að Vilborg er einmitt annar af tveimur nýjum félögum í Útsvarsliði Akraness sem keppir nú á föstudagskvöldið á RUV. Í silfurliði Bókasafnsins voru þær Geirlaug Jóna Rafnsdóttir og Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir.