Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

3ja herb Íbúð á Bifröst

3ja herb íbúð,, 65,4 fm. til leigu á Bifröst Íbúðin getur verið laus mjög fljótlega Upplýsing...
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. desember. 2014 03:01

Horror og húmor í Hjálmakletti

Á föstudagskvöldið í síðustu viku frumsýndi leikfélagið SV1 í Menntaskóla Borgarfjarðar söngleikinn Rocky Horror í leikstjórn Bjartmars Þórðarsonar. Verkið þekkja flestir, það var frumsýnt á sviði árið 1973 og sett á hvíta tjaldið í samnefndri kvikmynd tveimur árum síðar. Höfundurinn er Richard O'Brien og verkið er nokkurs konar gamanleikur og hryllingur í senn. Kvikmyndin hefur öðlast sess sem stefnumótandi verk og vinsældir söngleiksins á sviði eru óumdeildar. Höfundurinn teflir hér fram tveimur venjulegum nýtrúlofuðum unglingum, þeim Brad og Janet. Þau lenda í óhappi á nóvemberkvöldi, bíllinn bilar og þau þurfa að komast í síma. Næsta byggða ból er kastali þar sem Dr. Frank N Furter ræður húsum. Hann kemur frá plánetunni Transilvaníu og vinnur að dularfullri vísindatilraun. Ekki geta andstæðurnar verið meiri á milli háttvísa unga parsins og íbúa kastalans. Skemmst er frá að segja að Brad og Janet verða ekki söm eftir þetta kvöld. 

 

 

Með helstu hlutverk fara þau Stefnir Ægir Stefánsson, Rúnar Gíslason, Ellen Geirsdóttir, Margrét Vera Mánadóttir, Ísfold Rán Grétarsdóttir, Jóna Jenný Kjartansdóttir Waage, Baldur Snær Orrason, Ágúst Þorkelsson og Samúel Halldórsson.

 

Undiritaðri reiknast til að þetta sé sjötta leikverkið sem sett er upp í MB og fjölbreytnin hefur verið mikil. Í Rocky Horror verður að segja leikstjóranum það til mikils hróss hvernig valið er í hlutverkin. Leikararnir passa einstaklega vel við persónurnar og þær verða hver og ein eftirminnileg og sterk. Að öðrum ólöstuðum skal hér sérstaklega minnst á frammistöðu Stefnis Ægis Stefánssonar í hlutverki Frank N Further, þar er bæði leikur og söngur framúrskarandi. Stefni tekst að ná fram djúpri túlkun á þessari nautnasjúku ráðvilltu persónu, þar er bæði kímni og harmur á ferðinni auk virðingar fyrir viðfangsefninu. Almennt náðu leikarar að glæða persónurnar lífi og litum og halda hlutverkinu allan tímann og firringin nær í gegn. Hreyfingar voru vel æfðar og salurinn vel nýttur. Leikhljóð og ýmsar aðrar aðferðir eru notaðar til að leysa flókið ferli í einfaldri sviðsmynd. Sögumaðurinn var góður, hann er lykilmaður í verkinu og mikilvægt að það sem hann segir heyrist vel út í salinn. Gervin og förðunin eru vel unnin og framsögn yfirleitt góð sem er undirstöðuatriði sterkrar upplifunar í leikhúsi. Hlátursrokur í salnum voru margar og glaðir áhorfendur gengu út í nóvembernóttina að lokinni sýningu. 

Það má óska leikhópnum, Bjartmari leikstjóra og forsvarsmönnum MB til hamingju með þessa litríku uppfærslu sem á örugglega eftir að draga að marga áhorfendur. Það er bara vissara að yfirfara bílinn sinn vel áður en lagt er af stað, það getur orðið örlagaríkt ef hann bilar á leiðinni í leikhúsið.

 

Guðrún Jónsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is