08. desember. 2014 11:50
Dagana 3.-17. desember stendur yfir bréfamaraþon Amnesty International og er yfirskriftin „Bréf til bjargar lífi.“ Það er einfalt að taka þátt, segir í tilkynningu frá Bókasafni Akraness. Þar eru tilbúin bréf til undirskriftar vegna 12 mála. Bókasafnið sér um að koma bréfunum í póst. „Bókasafn Akraness er eitt af fjölmörgum almenningsbókasöfnum í landinu sem leggja verkefninu lið. Komið við á bókasafninu og takið þátt í einum stærsta mannréttindaviðburði heimsins,“ segir í tilkynningu.