12. desember. 2014 10:52
Valdís Þóra Jónsdóttir komst örugglega inn á lokaúrtökumótið fyrir LET Evrópumótaröð kvenna í gær þegar hún lauk fjórða hringnum á fyrra úrtökumótinu. Keppni byrjaði mánudaginn 8. desember og stóð í fjóra daga. Valdís endaði í 8.-11. sæti sem er frábær árangur. Síðasti hringurinn var samt hennar lakasti á mótinu en þá lék hún á 80 höggum eða sjö höggum yfir pari vallarins. Besti hringurinn var á öðrum degi enn þá spilaði hún á parinu en þremur og fjórum dögum yfir hina tvo dagana.
Alls léku 78 kylfingar á þessu móti en fyrra stig úrtökumótanna fór fram í þremur hlutum og komust 42 áfram af þessum velli sem Valdís var að spila á, á lokaúrtökumótið. Það fer fram dagana 17.-21. desember og verður leikið á tveimur völlum, Samanah og Al Maaden í Marrakech í Marokkó. Tveir íslenskir kylfingar leika á lokaúrtökumótinu en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Íslandmeistari í höggleik 2014 náði einnig að komast í gegnum fyrra stig úrtökumótsins í Marokkó í byrjun nóvember. Þetta er í annað sinn sem Valdís Þóra keppir á lokaúrtökumótinu. Í fyrra tókst henni ekki að komast í aðalmótaröðina en árangurinn núna gefur tilefni til mikilla væntinga.