04. janúar. 2015 11:14
Hitaskil fara yfir landið í dag með hlýnandi veðri. Framan af degi verður snjókoma og skafrenningur á fjallvegum, einkum norðan- og norðvestanlands. Smám saman hlánar og við það verður flughált á mörgum vegum þegar bleytir í klaka og þjöppuðum snjó. Samtímis hvessir talsvert með kvöldinu. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að nú sé hálka eða snjóþekja, samhliða snjókomu, nánast á öllum vegum á Vesturlandi en ófært vegna snjóa er á Fróðárheiði á Snæfellsnesi.