05. janúar. 2015 12:14
"Vegna slæmrar veðurspár næstu daga verður þrettándabrennu sem halda átti þriðjudaginn 6. janúar frestað til föstudagsins 9. janúar," segir í tilkynningu frá Akraneskaupstað. "Brennan fer fram við Þyrlupallinn á Jaðarsbökkum og hefst blysför við Þorpið að Þjóðbraut 13 kl. 18:00. Álfar, tröll og jólasveinar munu leiða gönguna að brennunni þar sem jólin verða kvödd. Að venju er það Björgunarfélag Akraness sem sér um brennuna og flugeldasýningu sem hefst um kl. 18.30.
Að því loknu býður Íþróttabandalag Akraness gestum í Íþróttamiðstöðina að Jaðarsbökkum þar sem tilkynnt verður um val á Íþróttamanni Akraness 2014 og boðið uppá veitingar."