07. janúar. 2015 06:01
Kristján Guðmundsson er tekinn við sem forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands. Markaðsstofan sinnir markaðssetningu ferðaþjónustunnar í landshlutanum. Kristján er menntaður ferðamálafræðingur og hefur unnið hjá Markaðsstofunni í tæp tvö ár. Hann tekur við starfinu af Rósu Björk Halldórsdóttur. Hún hefur gegnt stöðu forstöðumanns frá ársbyrjun 2011.