07. janúar. 2015 09:01
Maður á sextugsaldri hefur verið kærður til lögreglu fyrir óvarlega meðferð skotelda á gamlárskvöld. Á hann að hafa skotið viljandi nokkrum flugeldum að og í hús nágranna síns í Hvalfjarðarsveit, þar sem þeir sprungu með tilheyrandi hávaða og eldglæringum. Hafði lögreglan tal af manninum sem kenndi vindinum um hvernig fór og hló að öllu saman. Málið er í frekari rannsókn lögreglu.