07. janúar. 2015 03:01
Nú þegar árið 2014 er á enda runnið er vel við hæfi að líta aðeins um öxl. Skessuhorn leitaði til fimmtán valinkunnra Vestlendinga og spurði þá hvað þeim þótti standa upp úr á árinu sem leið. Einnig var fólkið spurt að því hvaða væntingar það hefði til nýja ársins. Svörin létu ekki á sér standa og af eftirminnilegum atburðum má nefna nýja vináttu, barnsfæðingar, eldgosið í Holuhrauni og sitthvað fleira. Veðurfar ársins situr greinilega í Vestlendingum, enda rigndi meira og minna allt sumarið frá og með þjóðhátíðardeginum.
Áhugaverð svör, af ólíkum toga, má lesa í Skessuhorni vikunnar.