06. janúar. 2015 07:11
Skil djúprar lægðar fara hratt yfir landið í kvöld og nótt. Það hlánar á láglendi, en á fjallvegum ofan 150-200 m hæðar má reikna með snjókomu og blindhríð. Það verður suðaustan stormur, 20-25 m/s og nær vindurinn hámarki snemma í kvöld. Einnig er reiknað með hviðum 35-45 m/s á Kjalarnesi og við Hafnarfjall frá kl. 18 til 22. Þæfingsfærð með stórhríð er á Fróðárheiði og hvasst. Óveður er undir Hafnarfjalli, snjóþekja eða hálka er á flestum öðrum leiðum á Vesturlandi og eitthvað um éljagang.