Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2015 12:15

Snæfellskonur með góðan sigur á Haukum

Snæfellskonur virðast illviðráðanlegar í Dominsdeildinni og eru stöðugt að styrkja stöðu sína á toppi deildarinnar. Í gærkveldi sigruðu þær Haukakonur á Ásvöllum, en Haukarnir hafa verið eitt þriggja liðanna sem berjast á toppnum. Lokatölur urðu 72:61 fyrir Snæfelli sem er núna með 28 stig og sex stiga forskot á Keflavík og Hauka.

Um hörkuleik var að ræða á Ásvöllum. Haukakonur komu grimmar til leiks og leiddu eftir fyrsta leikhluta 19:15. Í öðru leikhluta náðu Snæfellskonur sér á strik og þær breyttu stöðunni úr 28:27 fyrir Hauka í 28:36 og þannig var staðan fyrir Snæfell í hálfleik. Bæði lið bættu varnarleikinn í seinni hálfleiknum og Haukakonur aldrei langt undan. Þær náðu að minnka muninn í þrjú stig, 48:45, undir lok þriðja leikhluta en nær komust þær ekki og staðan 53:46 fyrir Snæfells fyrir lokafjórðunginn. Sjö stig í röð frá Hildi Sigurðardóttir í upphafi fjórða leikhluta kom Snæfell í tólf stiga forystu, 60:48 sem var mesti munurinn sem orðið hefði i leiknum. Þar með var grunnurinn að sigrinum lagður hjá Snæfellskonum og Íslandsmeistararnir lönduðu sigrinum þrátt fyrir pressu frá Haukunum undir lokin. Lokatölur eins og áður segir 72:61.

 

 

Kristin McCarthy spilaði frábærlega í liði Snæfells, skoraði 29 stig og tók 15 fráköst. Næst kom Hildur Sigurðardóttir með 18 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar, auk þess að spila frábærlega í vörninni gegn Lele Hardy sem var allt í öllu hjá Haukum. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 9 stig og stal 7 boltum, Helga Hjördís Björgvinsdóttir skoraði 6 stig, María Björnsdóttir 4 stig og 6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 4 stig og Alda Leif Jónsdóttir 2 stig.

 

Í næstu umferð fá Snæfellskonur KR í heimsókn og fer leikurinn fram í Hólminum nk. miðvikudagskvöld 14. janúar.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is