07. janúar. 2015 11:56
Grundfirðingum hefur fjölgað um liðlega 3% frá upphafi ársins 2014. Þann 1. desember 2013 voru þeir 872 talsins og höfðu ekki verið færri í 21 ár, frá 1992. Frá því ári hafa íbúar í Grundarfirði verið um og yfir 900 talsins, flestir árið 2006 þegar 975 manns bjuggu í sveitarfélaginu. Nú hefur aftur á móti fjölgað á nýjan leik og í upphafi árs voru Grundfirðingar aftur orðnir 900 talsins.