08. janúar. 2015 09:01
Á Vesturlandi var þinglýst 33 kaupsamningum um fasteignir í desember. Þar af voru 17 samningar um eignir í fjölbýli, 12 samningar um eignir í sérbýli og fjórir samningar um annars konar eignir. Heildarveltan í þessum viðskiptum var 729 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,1 milljón króna. Af þessum 33 samningum voru 19 um eignir á Akranesi. Þar af voru 12 samningar um eignir í fjölbýli, sex samningar um eignir í sérbýli og einn samningur um annars konar eign. Heildarveltan var 423 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,3 milljónir króna.