09. janúar. 2015 01:45
Snorrastofa í Reykholti minnir í tilkynningu á námskeið stofnunarinnar, Landnámsseturs í Borgarnesi og Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Næstkomandi mánudagskvöld klukkan 20 verður námskeið sem haldið verður í Landnámssetrinu í Borgarnesi þar sem fjallað verður um ástina og sálarlíf Snorra Sturlusonar. Torfi H Tulinius prófessor við Miðaldastofu HÍ kemur þangað í heimsókn og tekur þátt í umræðum. Sem fyrr er það Óskar Guðmundsson rithöfundur sem leiðir fræðslukvöldið. Skráning, jafnvel þótt með skömmum fyrirvara sér, er möguleg hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands í síma 437-2390.