13. janúar. 2015 11:34
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi áttu í gær fund í stjórnsýsluhúsinu á Akranesi. Að sögn Regínu bæjarstjóra fóru þau yfir fjölmörg mál sem snerta bæði sveitarfélögin, svo sem málefni Sundabrautar, Grundartangasvæðisins, Faxaflóahafna og Orkuveitu Reykjavíkur. Einnig ræddu þau samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu en Dagur er formaður stjórnar þeirra. ,,Fundurinn var mjög gagnlegur en við eigum í miklu samstarfi við Reykjavíkurborg í gegnum OR og Faxaflóahafnir,“ segir Regína. Hún segir vilja til þess að treysta samstarfið enn betur.