16. janúar. 2015 08:01
Fyrirtækið LEAN á Íslandi, Lean Consulting Ísland, byrjar starfsemi sína hér á landi í febrúar næstkomandi. Það er Skagamaðurinn Svavar H. Viðarsson, verkferlahagfræðingur og Lean Six Sigma Black Belt, sem er ráðgjafi LEAN á Íslandi. LEAN sérhæfir sig í innleiðingu á aðferðafræðum straumlínustjórnunar á öllum sviðum og í öllum geirum atvinnulífsins, bæði hjá einka- og opinberum aðilum. Svavar bjó í fimm ár í Danmörku og lærði fræðin úti þar sem hann nam verkferlahagfræði og viðskiptastjórnun. Þá hefur hann stjórnað LEAN verkefnum meðal annars hjá Grundfos, JYSK Nordic og LEGO.
Rætt er við Svavar, sem meðal annars útskýrir straumlínustjórnun, í Skessuhorni vikunnar.