15. janúar. 2015 11:21
Nokkrar opinberar stofnanir á Vesturlandi auk Nýsköpunarmiðstöðvar hafa auglýst þriggja klukkutíma langar vinnusmiðjur þar sem fólk getur fengið haldgóða leiðsögn í gerð styrkumsókna í innlenda sjóði. Farið verður yfir undirbúning fyrir umsóknir og hvernig styrkumsóknir eru ritaðar. Að vinnusmiðjunni lokinni gefst þátttakendum kostur á að skrifa umsókn og skila til leiðbeinanda innan 14 daga. Leiðbeinandi fer yfir umsóknina, rýnir hana og sendir til baka með upplýsingum um hvað var gott og hvað mætti bæta. Leiðbeinandi verður Bjarnheiður Jóhannsdóttir sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Vinnusmiðjurnar verða tvær. Sú fyrri í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði fimmtudaginn 22. janúar klukkan 13-16 en sú síðari í Leifsbúð í Búðardal föstudaginn 23. janúar klukkan 13-16. Vinnusmiðjurnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning er hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi.
Sjá nánar auglýsingu í Skessuhorni vikunnar.