16. janúar. 2015 11:31
Capacent Gallup gerir árlega þjónustukönnun meðal nítján stærstu sveitarfélaga landsins. Markmiðið með könnuninni er að mæla ánægju íbúa með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins, gera samanburð og mæla breytingar frá fyrri könnunum. Könnun Capacent náði til átta þúsund íbúa í sveitarfélögunum nítján en svarhlutfall var 65,8%. Akraneskaupstaður er eitt af nítján stærstu sveitarfélögum landsins og eina sveitarfélagið á Vesturlandi sem könnunin nær yfir. Niðurstöðurnar fyrir Akraneskaupstað í ár eru með þeim betri sem bæjarfélagið hefur fengið undanfarin ár. Akranes bætir sig í flestum málaflokkum og er yfir meðaltali sveitarfélaga í öllum málaflokkum nema þegar kemur að viðhorfi bæjarbúa til aðstöðu til íþróttaiðkunar.
Nánar verður fjallað um niðurstöður könnunarinnar í Skessuhorni í næstu viku.