19. janúar. 2015 09:20
Bikardagur var í Stykkishólmi síðastliðinn laugardag þegar bæði karla- og kvennalið Snæfells léku í 8-liða úrslitum Bikarkeppninnar, Poweradebikarnum. Kvennaliðinu gekk betur. Konurnar sigruðu Val örugglega 87:65 og eru því komnar í fjögurra liða úrslit. Karlarnir lágu hinsvegar fyrir Tindastólsmönnum 70:83 þar sem Skagfirðingar voru mun grimmari og spiluð fast. Snæfellskarlar eru þar með úr leik í Bikarkeppninni.
Karlalið Skallagríms mætir Fjölni í kvöld klukkan 19:15 í bikarleik í Borgarnesi.