20. janúar. 2015 09:01
Á sveitarstjórnarfundi Reykhólahrepps 8. janúar sl. var farið yfir málefni verslunarinnar að Hellisbraut 72 að Reykhólum. Á fundinn mættu fráfarandi rekstraraðilar Hólakaupa, Eyvindur S Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir, en versluninni var lokað um áramót. Á fundinum var samþykkt tillaga oddvita um að auglýsa eftir rekstraraðila til að taka að sér rekstur matvöruverslunar í húsnæðinu. Þá var oddvita og sveitarstjóra falið að ganga til samninga við eigendur Hólakaupa um kaup á tækjum og búnaði sem nauðsynlegur er til áframhaldandi reksturs verslunar á Reykhólum. Verslunarhúsnæðið sjálft er í eigu Reykhólahrepps. Reykhólahreppur þakkaði Ólafíu og Eyvindi góða þjónustu við íbúa sveitarfélagsins.