20. janúar. 2015 10:30
Í gærkvöld mætti lið FVA liði Framhaldsskólans í Mosfellsbæ í annarri umferð Gettu betur. Þar unnu Skagamenn með 23 stigum gegn 16 og eru því komnir í átta liða úrslit og þar af leiðandi sjónvarpssal. Liðið er skipað þeim Önnu Eze, Elmari Gísla Gíslasyni og Jóni Hjörvari Valgarðssyni. Sigurlið annarrar umferðar fara áfram í sjónvarpshluta keppninnar sem hefst á RUV 28. janúar nk. Spyrill í Gettu betur er Björn Bragi Arnarsson, spurningahöfundar og dómarar eru þau Margrét Erla Maack og Steinþór Helgi Arnsteinsson. Annarri umferð lýkur í dag og þá kemur í ljós hverjir verða mótherjar liðsins í átta liða úrslitunum.