21. janúar. 2015 03:01
Við rætur Akrafjalls er fallegt bæjarstæði. Þar standa bæirnir Eystri- og Vestri-Reynir sem áður tilheyrðu Innri – Akraneshreppi, nú Hvalfjarðarsveit eftir að hrepparnir fjórir sunnan heiðar voru sameinaðir. Það eru Haraldur Benediktsson og Lilja Guðrún Eyþórsdóttir sem eru bændur á Vestri-Reyni. Þar búa þau ásamt börnum sínum þremur; Benediktu, Eyþóri og Guðbjörgu. Skessuhorn tók Harald bónda tali um störfin heima og heiman. Meðal annars er rætt við hann sem formann starfshóps um alþjónustu í fjarskiptum sem hefur það hlutverk að fara yfir stöðu breiðbandsvæðingar hér á landi og gera tillögur til ráðherra um leiðir til úrbóta. Haraldur segir þetta mikið hagsmunamál fyrir byggðir landsins. Raunar eitt stærsta byggðamálið. Þjóðtrú og sögur bera einnig á góma í spjalli við Harald bónda og þingmann.
Sjá ítarlegt viðtal við Harald bónda og þingmanna í Skessuhorni sem kom út í dag.