22. janúar. 2015 08:01
Á fundi bæjarráðs Akranes 15. janúar sl. var tekið fyrir erindi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar frá því í desember þar sem samningum er sagt upp frá og með áramótum og óskað endurskoðunar á þeim. Um er að ræða samkomulag um rekstur tónlistarskóla og samstarfssamningar um félagsstarf aldraðra og um ýmis málefni á sviði félags- og íþróttamála. Bæjarráð vísaði erindinu til meðferðar í fagráðum Akraneskaupstaðar. Í bókun frá fundum segir að bæjarráð telji eðlilegt að samstarfssamningar séu sífellt í endurskoðun og leggur áherslu á að bæði sveitarfélögin noti þetta tækifæri til að efla og þróa samstarfið áfram.