22. janúar. 2015 11:49
Heilsu Hof í Reykholtsdal býður upp á námskeið í Tai Jutsu bardagalist fyrir krakka á aldrinum 12-16 ára. Kennt verður á þriðjudögum klukkan 19-21. „Nú hefur verið bryddað uppá þeirri nýjung að foreldrar/forráðamenn fá ókeypis aðgang að líkamsræktarsal staðarins meðan á æfingu stendur. Margir koma langt að og geta nú slegið tvær flugur í einu höggi, ekið barninu á æfingu og haft tíma fyrir sig í heilsueflingu á meðan. Salurinn er með hin ýmis tæki, svo sem hlaupabretti, fjölþjálfa, róðaravél, stíg-vél, lóð, bekki og bjöllur svo eitthvað sé nefnt,“ segir Sigrún Hjartardóttir hjá Heilsu Hofi.