22. janúar. 2015 01:00
Skagamaðurinn Ragnar Már Lárusson er að gera það gott í unglingaliðum Brighton í knattspyrnu. Ragnar Már er fæddur 1997 og hefur verið hjá Brighton síðan 2013. Hann var í eldlínunni með u-18 ára liði félagsins í leik gegn Oxford. Brighton vann 7-1 sigur þar sem Ragnar gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Að auki lagði hann upp tvö mörk fyrir félaga sína og var kosinn maður leiksins. Ragnar er uppalinn hjá ÍA en hann á að baki 18 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Fréttavefurinn Fótbolti.net greindi frá.