22. janúar. 2015 02:01
Síðastliðinn laugardag var haldið upp á tíu ára afmæli Ungmenna- og tómstundabúða UMFÍ á Laugum í Sælingsdal. Hátíðardagskrá var á staðnum í tilefni dagsins. Leikir og þrautir innan dyra og utan, leiðsögn um skólann og veislukaffi. Anna Margrét Tómasdóttir forstöðumaður búðanna segir að gestkvæmd hafi verið og um hundrað manns setið kaffisamsætið. Eftir dagskrána var sögustund á Byggðasafni Dalamanna. Frítt var í sund á Laugum í tilefni dagsins og þar var líf og fjör eins og annars staðar á svæðinu enda tímamót í sögu staðarins.
Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.