22. janúar. 2015 03:01
Það var mikið um dýrðir þegar Láki Hafnarkaffi var opnað í Grundarfirði á fimmtudaginn eftir miklar endurbætur á húsnæðinu í vetur. Kaffihúsið er glæsilegt á að líta og veitingarnar framúrskarandi. Það fer enginn ósáttur út frá Láru Magnúsdóttur sem rekur kaffihúsið en það er Hótel Framnes sem er eigandi þess. Það var Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir hjá Gallery Krums sem hafði yfirumsjón með breytingunum og sá um hönnun innréttinganna.