22. janúar. 2015 04:09
Að morgni miðvikudagsins 14. janúar síðastliðinn uppgötvaðist að bíl hafði verið ekið utan í víravegrið á Snæfellsnesvegi á móts við bæinn Brúarland á Mýrum og að vegriðið hafði skemmst töluvert. Þarna hefur fólksbíl sem var á leið vestur verið ekið utan í vegriðið en við það rifnaðu undan bílnum mótorhlíf og hluti af grilli varð einnig eftir. Eftir rannsókn á þessum bílhlutum hefur komið í ljós að um bláan VW Golf árg. 1999 til 2002 hefur verið að ræða. „Þeir Vestlendingar sem kunna að búa yfir upplýsingum um þetta óhapp eru beðnir um að snúa sér til Lögreglunnar á Vesturlandi í síma 444-0300,“ segir í tilkynningu. Myndirnar sýna ákomu á vegriðsstaurinn með blárri málningu og hluta af „svuntu“ undan bílnum.