29. janúar. 2015 11:01
Samtals voru 146 ökumenn myndaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku. Flest hraðabrotin voru mynduð í Hvalfjarðargöngunum og við Fiskilæk. Fimm umferðaróhöpp urðu í umdæminu í vikunni, flest vegna vetrarfærðar og nær öll án teljandi meiðsla. Ökumaður sendibifreiðar sem fór útaf og valt nokkrar veltur á Útnesvegi á Snæfellsnesi sl. fimmtudag kvartaði yfir eymslum í baki. Var hann fluttur á heilsugæslustöðina í Ólafsvík og þaðan til Reykjavíkur til frekari rannsóknar. Krapi og hálku var á veginum. Einn ökumaður var tekinn ölvaður við akstur og annar undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku.