30. janúar. 2015 08:01
Um liðna helgi var þriðja mót Íslandsmeistaramótaraðarinnar í klifri haldið í Reykjavík og tóku sex klifrarar frá Akranesi þátt. Í hópi 8-12 ára kepptu þau Karl Þór, Hjalti, Gyða, Sylvía og Ástrós Elísabet og í unglingaflokki, 13-15 ára, keppti Brimrún Eir. Öll stóðu þau sig með prýði. Sylvía og Ástrós Elísabet náðu báðar stigamarkmiðum síns flokks með flottri frammistöðu. Sylvía náði 97 stigum í 8-10 ára flokki, þar sem stigamarkmið var 90 stig, og Ástrós Elísabet náði 132 stigum í 11-12 ára flokki þar sem stigamarkmið var 100 stig. Síðasta mót vetrarins fer fram í mars og stefnir Klif-A á þátttöku með þessa efnilegu klifrara, að sögn Þórðar Sævarssonar þjálfara.