30. janúar. 2015 09:01
Sunnudaginn 1. febrúar verða 85 ár liðn frá stofnun Kvenfélagasambands Íslands. Tímamótanna verður minnst í afmælishófi í samkomusalnum í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum kl. 15 - 17 þann dag. Kvenfélagskonur, velunnarar og aðrir áhugasamir eru boðnir velkomnir í hófið. Dagurinn er jafnframt dagur kvenfélagskonunnar og verður hans minnst víða um land.
Kvenfélagasamband Íslands, KÍ, var stofnað 1. febrúar 1930. Stofndagurinn, 1. febrúar, var árið 2010 útnefndur „Dagur kvenfélagskonunnar" og er sá dagur haldinn hátíðlegur ár hvert.
Markmiðið að baki stofnunar Kvenfélagasambandsins var að stofna samstarfsvettvang fyrir öll kvenfélög landsins m.a. til að þau gætu komið fram sem ein heild. Kvenfélögin höfðu þá mörg hver starfað í áratugi án samnefnara sem stóð samvinnu þeirra þeirra að nokkru leyti fyrir þrifum. Kvenfélagasambandið er óbundið flokkapólitík og trúarskoðunum. KÍ skiptist nú í 17 héraðssambönd sem í eru um 170 kvenfélög. Innan vébanda félaganna eru um 5.000 konur.