Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. janúar. 2015 12:46

Sigurður hafnaði í áttunda sæti í keppni bestu matreiðslumanna heims

Skagamaðurinn Sigurður Helgason tók þátt í keppni bestu matreiðslumanna heims, Bocuse d’Or keppninni í Lyon í Frakklandi, óformlegri heimsmeistarakeppni, sem fram fór fyrr í vikunni. Sigurður stóð sig mjög vel í keppni 24 matreiðslumanna og hafnaði í áttunda sæti. Hver keppandi þurfti að reiða fram 14 forréttadiska og síðan einn bakka sem á er aðalrétturinn, einnig fyrir 14 manns. Sigurður tengdi saman í matargerð sinni ímynd hreinleika landsins, afurðir þess og náttúrufegurð. Meðan annars var á bakka hans eldfjall sem vakti talverða athygli sýningargesta á keppninni. Þátttaka Sigurðar í keppninni var vel studd áhugamannafélagi héðan að heiman og var Magnús H. Ólafsson arkitekt á Akranesi forsvarsmaður fyrir hópnum. Magnús fylgdist með keppninni á staðnum.

„Ég vil byrja á því að þakka sérstaklega fyrir framlög Skagamanna fyrir stuðning við keppnishald Sigurðar,“ sagði Magnús í samtali við Skessuhorn. Hann segir árangur Sigurðar í keppninni vera stórmerkilegan. „Þeir stóðu sig alveg með prýði. Það að lenda í næsta sæti á eftir Frökkum er stórmerkilegur hlutur.“ Þá nefndi hann einnig að gaman hafi verið að sjá hversu vel Norðurlöndin stóðu sig í keppninni. „Norðmenn urðu í fyrsta sæti, Svíar í því þriðja, Finnar í fjórða, Danir í sjötta sæti og svo Ísland í áttunda sæti á eftir Frökkum. Þetta er verulega góður árangur hjá Sigurði og það var einstaklega ánægjulegt að vera viðstaddur þessa keppni. Það var samt sem áður greinilegt að þeir sem hafa mestan fjárhagslegan stuðning í undirbúningi og þess háttar lenda ofarlega,“ sagði Magnús H. Ólafsson forsvarsmaður stuðningsmanna Sigurðar.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is