Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. janúar. 2005 10:18

Vaxandi hópur íbúa sækir vinnu suðurfyrir göng

Í Skessuhorni sem kemur út í kvöld er sagt frá könnun sem sveitarfélögin Árborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð létu gera á nýliðnu ári, og Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri vann, en þar var könnuð atvinnu- og skólasókn íbúa úr þessum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðið.  Helstu niðurstöður eru þær að 9,5% íbúa í sveitarfélaginu Árborg starfar á höfuðborgarsvæðinu, 8,9% Akurnesinga og 6% íbúa í Borgarbyggð. Þá eru 6,5% íbúa Akraness sem starfa í nágrannasveitarfélögum, 5,6% íbúa Árborgar og 4,8% þeirra sem búa í Borgarbyggð.  Gera má ráð fyrir að stór hluti þeirra Akurnesinga sem starfar í nágrannasveitarfélögunum vinni á Grundartanga og skýrir það hvers vegna Akurnesingar eru efstir á blaði í þessum flokki.

 

Langt er síðan kannað var síðast hversu stór hluti fólks úr þessum sveitarfélögum sækir nám eða atvinnu á höfuðborgarsvæðið, en fyrir 3 árum kom það fram að 16,2% Akurnesinga fara reglulega suður vegna vinnu eða náms. Alveg sambærileg könnun hefur hinsvegar aldrei verið unnin, fyrir svo mörg sveitarfélög. Samkvæmt niðurstöðum þessarar nýju skýrslu er um býsna stóran hóp að ræða sem fer suður til vinnu, ekki síst í Borgarbyggð, þar sem um lengstan veg er að fara. “Okkur þótti fróðlegt að kanna atvinnu- og skólasókn úr þessum sveitarfélögum í þessum margumtalaða kraga í kringum höfuðborgarsvæðið og það verður að segjast eins og er að niðurstöðurnar koma að sumu leyti á óvart,” segir Páll Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar. “Það kemur mér mest á óvart að munurinn á atvinnusókn á höfuðborgarsvæðið á milli þessara sveitarfélaga er ekki meiri en raun ber vitni en fyrirfram hefði maður gert ráð fyrir að Árborg væri langt fyrir ofan en Skagamenn virðast vera samstíga þeim og við komum ekki langt á eftir,” segir Páll.

 

Þegar spurt var um skólasókn kemur í ljós að Borgarbyggð hefur ákveðna sérstöðu en um 20% námsmanna þar sækja skóla í nágrannasveitarfélag, flestir á Akranes. Í hinum sveitarfélögunum tveimur eru hinsvegar langflestir þeirra sem sækja nám utan sveitarfélagsins að leita til höfuðborgarsvæðisins. “Það er alveg ljóst að þessar niðurstöður fela í sér sóknarfæri,” segir Páll. “Fyrst stór hópur fólks telur ekki eftir sér að aka í allt að klukkutíma í vinnu þá gæti það hlutfall hækkað enn meira með bættum samgöngum. Þar skiptir Sundabrautin miklu máli og ekki síst lækkun gangagjaldsins. Þetta færir okkur heim sanninn um að þetta er allt að verða eitt og sama atvinnusvæðið og við þurfum að taka mið af því í stefnumótun fyrir þessi sveitarfélög.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is