Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. apríl. 2015 10:01

Sýningar á Grease standa yfir í Bíóhöllinni

Söngleikurinn Grease var frumsýndur í Bíóhöllinni á Akranesi síðastliðinn föstudag. Nemendafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands stendur fyrir uppsetningunni og er þetta í fyrsta sinn sem þessi heimsþekkti söngleikur er settur upp á Skaganum. Sagan gerist í bandarískum menntaskóla á sjötta áratug síðustu aldar þar sem rokkið var komið fram á sjónarsviðið með öllu sínu lífi og fjöri, tónlist og dansi. Fjöldi nemenda Fjölbrautaskóla Vesturlands koma að sýningunni sem leikarar, söngvarar, dansarar og tónlistarfólk. Hallgrímur Ólafsson (Halli Melló) er leikstjóri. Birgir Þórisson sér um tónlistarstjórnun, Emilía Ottesen er danshöfundur og Ingþór Bergmann tæknistjóri. Sýnt verður í Bíóhöllinni nú í apríl. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu uppsetningarinnar; Leiksýning NFFA Grease. Kaupa má miða á sýninguna á midi.is. Þar eru þeir nú rifnir út og er sýningin sú vinsælasta í sölu þar þegar þetta er skrifað.

 

Í Skessuhorni vikunnar er ítarlega fjallað um sýninguna í máli og myndum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is