01. febrúar. 2005 03:29
Í rigningunum í gær mynduðust flóð og urðu lækir og lænur víða að straumhörðum ám. Í flóðunum sem urðu af þeim sökum bilaði m.a. ræsi á veginum í Hvalfirði við Ferstiklu. Starfsmenn Vegagerðarinnar áætluðu að vegurinn þyrfti að vera lokaður í nærri sólarhring þar sem töluverðan tíma tók að undirbúa viðgerð þar sem í ræsinu voru einnig símaleiðslur, hitaveitulögn og skólpleiðsla.